Formleg gangsetning sjöunda orkuversins í Svartsengi, SVA7, fór fram 1. desember 2025. Nýja orkuverið er með 55 MW vélarsamstæðu og stærsta gufuhverfil landsins, og eykur raforkuframleiðslu í Svartsengi um allt að þriðjung. Fyrsta skóflustunga var tekin í lok árs 2022 og stóðust verk- og tímaáætlanir þrátt fyrir krefjandi aðstæður vegna jarðhræringa og eldvirkni á Reykjanesi.
Lota átti ánægjulegan og mikilvægan þátt í verkefninu með því að sjá um forritun á stjórnkerfi virkjunarinnar. Verkefnið fól meðal annars í sér hönnun og forritun á Main Control System (MCS) fyrir SVA7, smíði og útfærslu SCADA skjámyndakerfis og sjálfvirknivæðingu búnaðar með notkun function- og datablocka.
Einnig kom Lota að forritun og uppsetningu stjórn- og skjámyndakerfa fyrir lykilkerfi virkjunarinnar, þar á meðal kæliturn, gassogskerfi og loftræsikerfi, ásamt þátttöku í prófunum á búnaði og gangsetningu. Þar var lögð sérstök áhersla á öruggan og áreiðanlegan rekstur í flóknu umhverfi með miklar kröfur til eftirlits og stýringar.
Við hjá Lotu erum stolt af því að fá að taka þátt í þessu mikilvæga uppbyggingarverkefni HS Orku og hlökkum til áframhaldandi samstarfs um þróun og uppbyggingu orkumannvirkja á Reykjanesi.
Á myndinni má sjá Trausta Björgvinsson, framkvæmdastjóra Lotu, og Hinrik Jóhannsson, teymisstjóra stýrikerfisteymis Lotu, í vélasal SVA7
Your submission has been received!


.png)



