Fréttir

Lota leiðir hönnun rörastokka fyrir orkuskiptin við Sundahöf

October 27, 2025

Uppbygging Veitna við Sundahöfn er lykiláfangi í orkuskiptum á sjó og landi. Þar verður tryggt allt að 16 MW afl til Faxaflóahafna sem styður landtengingar skipa og hleðslu lausna fyrir vinnutæki og almenningssamgöngur.

Lota Verkfræðistofa hannaði steypta rörastokka fyrir háspennustrengi verkefnisins og vann náið með Veitum, verktökum og hönnuðum annarra verkhluta til að tryggja örugga, hagkvæma og framkvæmanlega lausn í þéttbýlu umhverfi. Hönnun steyptra rörastokka er upprunnin hjá Lotu, þróuð í verkefnum undanfarin ár og nú nýtt í borgarinnviðum í fyrsta sinn.

Hlutverk Lotu og ávinningur lausnarinnar:

-Hönnun rörastokka fyrir strengjalagnir sem tengjast nýrri A13 aðveitustöð.

-Minna rask og skjótari framkvæmd: rörastokkar minnka skurðsvæði um 60–70% og gera kleift að vinna í stuttum áföngum (um 50 m).

-Framtíðarþol: hægt að draga fleiri strengi í sömu stokka síðar án nýrra umfangsmikilla skurða.

-Betri nýting efnis: meira af jarðefnum nýtist á staðnum og jarðvinna minnkar.

Með þessari hönnun verður lagning strengja öruggari og skilvirkari á svæðum eins og við Holtaveg, samhliða því að skapa innviði sem hraða orkuskiptum á höfninni og í nærliggjandi hverfum.

Deila
Skráðu þig á póstlista
Thank you!
Your submission has been received!
Oops! Something went wrong while submitting the form.