Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu frá Jafnvægisvoginni, verkefni Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA), fyrir árangur okkar í jafnréttis- og jafnvægismálum. Eitt hundrað tuttugu og átta stjórnendur tóku við viðurkenningu Jafnvægisvogarinnar í Hátíðarsal Háskóla Íslands á Viðurkenningarathöfninni sem fór fram fimmtudaginn 9. október 2025 síðastliðinn.
Þessi viðurkenning er bæði hvatning og staðfesting á því að við tryggjum jafnt aðgengi fólks af öllum kynjum að stjórnunar- og áhrifastörfum. Það er hluti af okkar menningu. Fjölbreyttur hópur er lykill að betra samstarfi og árangri og við trúum því að ólík sjónarhorn geri okkur öll sterkari.
Jafnvægi og fjölbreytni eru ekki einungis réttlætismál; þau eru grunnur að árangri og vellíðan á vinnustaðnum. Við munum áfram vinna markvisst að því að skapa vinnuumhverfi þar sem styrkleikar, sjónarhorn og tækifæri alls starfsfólks fá að njóta sín jafnt
Á mynd má sjá Trausta Björgvinsson framkvæmdarstjóra ásamt Erlen Björk Helgadóttur mannauðsstjóra taka á móti viðurkenningunni.
Your submission has been received!


.png)



