Í nýlegri umfjöllun á Vísi ræðir Ingibjörg Magnúsdóttir, mannfræðingur og viðskiptastjóri hjá Lotu, hvernig innivist á vinnustöðum hefur bein og mælanleg áhrif á heilsu, afköst og líðan starfsfólks.
Ingibjörg bendir þar meðal annars á að loftgæði, rakastig, hitastig, lýsing og hljóðvist skipti verulegu máli. Rannsóknir sýni að með því að halda rakastigi innandyra á bilinu um 40–60 prósent og hitastigi í kringum 21–24°C megi draga úr loftbornum smitum, fækka veikindadögum og styðja við einbeitingu og frammistöðu starfsfólks.
Í greininni er vísað í fjölda alþjóðlegra rannsókna sem sýna að góð innivist tengist bættri vitrænni frammistöðu, færri höfuðverkjum og minni þreytu, auk þess sem dagsbirta og góð lýsing hafa jákvæð áhrif á svefn og lífsgæði.
Hjá Lotu vinnum við daglega að því að greina og bæta innivist í húsnæði, meðal annars með því að skoða loftræsingu, hita, raka, birtu og hljóðvist í samhengi við rekstur og daglegt starf. Við fögnum því að þessi mál séu sífellt ofar á dagskrá hjá fyrirtækjum og stofnunum.
„Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi“ á visir.is visir.is
Your submission has been received!


.png)



