Sækja um starf


Erum við að leita af þér?
Við leitum að hæfileikaríku fólki til að styrkja okkar starfsemi. Ef þú telur að reynsla þín og hæfileikar passi vel hjá okkur, þá viljum við gjarnan fá umsókn frá þér.
Sendu okkur upplýsingar um menntun þína, reynslu og áhuga í tölvupósti á erlen@lota.is og við höfum hana til hliðsjónar þegar ný störf opnast.
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar í trúnaði.
Við leitum að rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi í orkuteymi Lotu. Þú hannar og greinir rafdreifikerfi og orkuvirki, býrð til útboðsgögn, verklýsingar og kostnaðaráætlanir, fylgir verkefnum eftir á verkstað, sinnir mælingum, úttektum og eftirliti. Þú vinnur náið með teymi og viðskiptavinum og kemur lausnum frá hugmynd í rekstur — fyrir áreiðanleg kerfi, bæði í dag og til framtíðar. Áhugi á faginu og vönduð vinnubrögð skipta máli; við styðjum við þína faglegu þróun.
Við leitum að liðsfélaga í öryggisteymið sem hjálpar viðskiptavinum að bæta öryggi fólks og eigna. Í starfinu metur þú áhættu, finnur einföld úrræði og sérð um eftirfylgni — til að fyrirbyggja slys og eignatjón. Við tökum öryggi alvarlega og vinnum markvisst að góðri öryggismenningu. Áhugi á öryggismálum og reynsla sem nýtist er kostur, en við kennum það sem þarf.



























