Sækja um starf


Erum við að leita af þér?
Við leitum að hæfileikaríku fólki til að styrkja okkar starfsemi. Ef þú telur að reynsla þín og hæfileikar passi vel hjá okkur, þá viljum við gjarnan fá umsókn frá þér.
Sendu okkur upplýsingar um menntun þína, reynslu og áhuga í tölvupósti á erlen@lota.is og við höfum hana til hliðsjónar þegar ný störf opnast.
Allar umsóknir eru meðhöndlaðar í trúnaði.
Sæktu um spennandi og fjölbreytt sumarstarf hjá Lotu! Ert þú háskólanemi í leit að sumarstarfi þar sem þú færð að læra hratt, taka þátt í raunverulegum verkefnum og vinna í umhverfi sem byggir á trausti, fagmennsku og góðu samstarfi? Við hjá Lotu leitum að jákvæðu og metnaðarfullu fólki í sumarstörf sumarið 2026. Verkefnin eru bæði hagnýt og krefjandi og þú færð stuðning og leiðsögn frá reyndu fagfólki á meðan þú þróast í starfi og byggir upp dýrmæta reynslu.
Háspennuteymi Lotu vinnur að verkefnum sem skipta máli fyrir samfélagið: örugg, áreiðanleg og framtíðartæk orkumannvirki. Við leitum að rafmagnsverkfræðingi eða rafmagnstæknifræðingi sem vill taka þátt í þessari uppbyggingu með okkur. Við kunnum vel að meta reynslu, en hún er ekki skilyrði. Sterk fagleg grunnþekking, nákvæm vinnubrögð og vilji til að þróast í faginu skipta mestu. Teymið okkar styður nýja sérfræðinga í að vaxa hratt og byggja upp sterkan faglegan grunn.


.jpg)
























