Jafnlauna- og jafnréttisstefna

Það er stefna Lotu að fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfsmanna, óháð kyni, uppruna, trú,  aldri eða öðrum ómálefnalegum ástæðum. Félagið skuldbindur sig til að fylgja viðeigandi lagalegum kröfum sem snúa að launajöfnuði hjá öllum kynjum. Með stöðugu eftirliti og viðbrögðum við frávikum er unnið markvisst að umbótum á allskyns mismunun innan starfseminnar.

Helstu áherslur jafnlauna- og jafnréttisstefnu Lotu eru:

  • Starfsmenn óháð kyni njóta sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf þ.a. enginn óútskýrður né órökstuddur launamunur er til staðar.
  • Jafnræðis er gætt við ráðningar og starfsþróun.
  • Komið er fram við alla starfsmenn með virðingu.
  • Leitast er við að gera starfsmönnum kleift að samræma vinnu og fjölskyldulíf t.d. með sveigjanlegum vinnutíma.
  • Hverskonar áreitni, einelti og ofbeldi er ekki liðið.
  • Félagið kappkostar að stuðla að vellíðan allra starfsmanna.

Framkvæmd jafnlauna- og jafnréttisstefnunnar er í samræmi við jafnréttisáætlun Lotu. Framkvæmd stefnunnar er verkefni allra starfsmanna Lotu og gildir fyrir alla starfsemi félagsins.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt, henni viðhaldið og hún skjalfest.
Jafnlauna- og jafnréttisstefna Lotu er aðgengileg almenningi á heimasíðu Lotu og þar kynnt starfsmönnum.

Reykjavík, ágúst 2023