Umhverfisstefna og samfélagsábyrgð
Umhverfismál
Lota leggur áherslu á að veita lausnir sem stuðla að góðri nýtingu auðlinda, minni úrgangi og aukinni endurvinnslu. Lota leitast við að benda viðskiptavinum á hagkvæmar og vistvænar lausnir.
Lota dregur úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins með því að taka tillit til umhverfisþátta við val á aðföngum og draga úr sóun. Lota leitast við að stuðla að bættri umhverfisvitund starfsfólks og vinna að því að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna á umhverfið með því að stuðla að því að starfsfólk noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta.
Lota vill leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi og heilsu starfsfólks með því að hvetja fólk til að nýta almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til og frá vinnu.
Samfélagsmál
Samfélagsábyrgð Lotu stuðlar að því að gagnkvæmur ávinningur vinnist fyrir samfélagið og fyrirtækið með því m.a. að leggja áherslu á að samþætta væntingar um samfélagsþætti, umhverfi, siðferði, mannréttindi og viðskipti. Þannig skapar Lota sameiginlegt virði fyrir eigendur, aðra hagaðila og samfélagið.
Leitast er við að starfsemi Lotu hafi jákvæð áhrif á samfélagið á sama tíma og viðskiptalegum árangri er náð. Með skipulagðri þjónustu og samskiptum þess við hagaðila sína skapar starfsemi Lotu ný verðmæti til hagsbóta fyrir bæði sig og samfélagið. Samfélagslega ábyrg hugsun er þannig einnig aflgjafi og uppspretta nýrra viðskiptatækifæra sem veitir félaginu innblástur og kraft til að bæta árangur sinn.
Reykjavík, Október 2023