Verkeftirlit

Lota hefur innan sinna raða reynt eftirlitsfólk með margra ára reynslu og gott auga fyrir góðu handverki. Okkur finnst gaman á verkstað þar sem við fylgjum eftir að hönnun verði að framkvæmd á faglegan, réttan og umsaminn hátt. Áherslur okkar eru að vinna í nánu samstarfi við viðskiptavinin og tryggja gott utanumhald á því eftirliti sem við sinnum. Viðskiptavinir okkar lofa það að við nýtum okkur nútíma tækni við skýrslugerð og gagnaöflun á verkstað sem einfaldar verkferla og tryggir skilvirkni í eftirliti. 

Verkeftirlit okkar spannar yfir ýmis verksvið eins og sá faglegi grunnur sem stofan byggir á. Við sjáum um eftirlit á lagningu háspennustrengja eða háspennubúnaðar, ýmsum mannvirkjaframkvæmdum hvort sem það eru nýbyggingar eða viðgerðir, uppsetningu og prófanir á iðnaðarstýringum svo ekki sé minnst á öryggiseftirlit á verkstað. 

Image

Heyrðu í okkur

Image
Ingimar Guðmundsson
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. 
GSM: 778 9800 
ingimar(hjá)lota.is
Image
Pétur Örn Magnússon
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. 
GSM: 892 8303 
petur(hjá)lota.is