Verkefnastjórnun

Lota státar af hópi reyndra fagverkefnastjóra sem hafa unnið að bæði stórum og smáum verkefnum. Verkefnastjórar okkar hafa mikla færni og víðtæka reynslu sem tryggir árangur verkefna okkar viðskiptavina.

Við bjóðum upp á heildarlausnir í verkefnastjórnun þar sem við sjáum um allt ferlið frá forhönnun til framkvæmda og rekstur nýrra verksmiðja eða gagnavera. Þetta felur í sér að við tökum að okkur alla þætti verkefnisins og tryggjum að allt fari fram samkvæmt áætlun, á réttum tíma og innan fjárhagsáætlunar.

Auk þess getum við tekið að okkur verkefnastjórnun fyrir ákveðna hluta af stærri verkefnum ef það hentar viðskiptavininum betur. Þetta felur í sér að við stýrum og samræmum ákveðnum þáttum verkefnisins til að tryggja samfelldan og skilvirkan framgang.

Lota hefur séð um fjölbreytt verkefni í gegnum tíðina, þar á meðal:

  • Byggingu gagnavera
  • Uppsetningu dreifi- og stjórnkerfa
  • Ýmis verkefni í orku- og veitugeiranum

Verkefnastjórar okkar leggja mikla áherslu á náið samstarf við viðskiptavini okkar, sem tryggir gott utanumhald og árangursríka framkvæmd verkefna. Við tryggjum að allir þættir verkefnisins séu vel samræmdir og að samskipti séu skýr og skilvirk. Fagmennska okkar og skuldbinding við árangur gerir okkur að traustum og áreiðanlegum samstarfsaðila í öllum verkefnum, stórum sem smáum.

Image

Heyrðu í okkur

Image
Ríkey Huld Magnúsdóttir
Teymisstjóri /Verkefnastjóri
GSM: 617 6635
rikey@lota.is