Umhverfis og samfélagsábyrgð

Öryggi-, heilsa- og vinnuumhverfi eru alltaf í forgrunni hjá Lotu og stefnir fyrirtækið að því að vera til fyrirmyndar í öryggis-, heilbrigðis- og vinnuumhverfismálum. Lota einsetur sér að vernda og bæta líf þeirra sem starfa fyrir félagið með því að skapa slysalausan vinnustað þar sem enginn starfsmaður, verktaki eða aðrir, líði heilsutjón vegna starfseminnar.

Lota uppfyllir kröfur í formi laga, reglna og reglugerða um öryggis- og heilbrigðismál og einsetur sér að vera leiðandi í öryggi- heilbrigðis- og vinnuverndarmálum.

Lota uppfyllir gildandi lög og reglur um öryggi, heilbrigði og vinnuvernd og vinnur stöðugt að umbótum sem varða öryggi og vinnuvernd starfsmanna.

Stefnumið:

  • Lota stefnir að slysalausum vinnustað þar sem skipulega er reynt að draga úr áhættu sem starfseminni getur fylgt.
  • Áhætta er metin í allri starfseminni og unnið að stöðugum umbótum í ÖHV málum.
  • Starfsmönnum er tryggð nauðsynleg þjálfun í öryggis- heilbrigðis- og vinnuverndarmálum.
  • Ábyrgð stjórnenda er skýr og starfsmenn vita að öryggi þeirra hefur ávallt forgang.

Til að uppfylla stefnumiðin:

  • Starfsmenn og aðrir hagsmunaaðilar eru upplýstir um stefnu Lotu í öryggis- og vinnuverndarmálum.
  • Atvik sem snerta öryggis-, heilsu- og vinnuverndarmál eru skráð í forvarnarskyni.
  • Starfsmenn Lotu koma að ÖHV málum á skipulagðan hátt.
  • Við hönnun og undirbúning framkvæmda vinnur hönnuður að því að mannvirkið verði sem öruggast í byggingu og rekstri.

Starfsmönnum Lotu er lagður til nauðsynlegur öryggisbúnaður og lögð áhersla á að starfsmenn fari eftir öryggisreglum fyrirtækisins og öryggisreglum á viðkomandi verkstað.

 

Samþykkt og uppfært í janúar 2019