Stýrisvið

Lota er framarlega í uppbyggingu stjórnkerfa með iðntölvum og skjámyndakerfum. Fyrirtækið hefur fjölbreytta reynslu af ýmsum verkefnum sem tengjast stjórnbúnaði og stjórnkerfum. Dæmi um stjórnkerfi. Wonderware, Siemens, Allan Bradley, Honeywell, Kieback & Peter, Allerton, Eaton, Omron, GE, Unitronix og ýmis fleiri.

Meðal kerfa eru t.d. stjórnkerfi fyrir afldreifikerfi, loftræsingar, framleiðsluferli hvers konar, gas- og eldviðvörunarkerfi, kæli- og frystikerfi, veitukerfi, nettengd öryggis- og viðvörunarkerfi, hússtjórnar- og eða eftirlitskerfi, orkusparnaðarkerfi.

Einnig býður Lota aðstoð vegna bilana og eða viðhalds eldri stjórnkerfa.

Verkefnin geta verið í hvaða iðnaði sem er og snúa að verkþáttum sem snerta öll svið Lotu.

Sviðstjóri Stýrisviðs
Steinþór Óli Hilmarsson
soh(hjá)lota.is

Stýrisvið2

Helstu verkþættir:

 • Þarfagreining
 • Staðlagerð
 • Áætlanagerð
 • Gerð útboðsgagna
 • Forritun
 • Gangsetning
 • Prófanir
 • Skýrslugerðir til áframhaldandi úrvinnslu.
 • Bilanagreining
 • Orkusparnaður
Stýrisvið3
Stýrisvið4
Stýrisvið5
Stýrisvið6

Dæmi um verkefni:

 • Höfðatorg Borgartúni – Umsjón með tæknikerfum hússins.
 • NLSH – Hönnun tæknikerfa nýja Landspítala.
 • Skagafjarðarveita – Umsjón með tæknibúnaði veitukerfis og skýrslugerð.
 • Alcan – Hönnun og forritun á kælingu straumskinna og stjórnkerfi fyrir rykafsogskerfi.
 • Norðurál – Endurnýjun stýrikerfis fyrir slípivél og haglablásara.
 • CRI – Gerð skjámyndakerfis fyrir hluta verksmiðjunnar.
 • Norðlingaskóli – Hönnun og forritun á loftræsingu og hitakerfi skólans.
 • LSH – Öll hönnn og forritun á stjórnkerfi fyrir bruna-, kæli-, loftræsi-, og hitakerfi.
 • Landhelgisgæslan – Hönnun tölvustýrðs stjórnkerfis fyrir lagnakerfi í stjórnstöð loftvarnarkerfis NATO Keflavíkurflugvelli.
 • Advania Gagnaver – Hönnun tölvustýrðs stjórnkerfis fyrir kælikerfi.
 • Optimar – Hönnun rafkerfis í ísþykknikerfi sem Optimar framleiðir.
 • Kalkþörungaverksmiðjan – Hönnun alls raf- og stjórnkerfa í nýja 3,5 MW þurrkverksmiðju Íslenska Kalkþörungafélagsins á Bíldudal.
 • Orka Náttúrunnar – Bilanaleit í stjórnkerfi.
 • Sisimut Grænlandi – Hönnun og forritun á loft ræsingu og reykræsingu virkjunarinnar.
 • Nói Síríus – Stýring á ýmsum framleiðsluvélum.
 • Þvottahús RSP – Stýring á loftræsingu og hitakerfi þvottahússins ásamt vöktun á gasi.
 • Snekkestad Noregi – Hönnun og forritun á stjórn- og vaktkerfi fyrir vatnshreinsunarkerfi.
 • ISAVIA – Hanna stýringu fyrir radar á Keflavíkurflugvelli þ.a. hægt verði að stýra honum frá Reykjavíkurflugvelli.
 • Hótel Selfoss – Hönnun og forritun á loftræsingu og hitakerfi fyrir heilsulind hótelsins.
 • Lýsi – Hönnun á stýringu á loftræsti og hitakerfi fyrir stækkun verksmiðjunnar. Verkið í heild hlaut Lagnaverðlaun Ísland 2014

Þjónustur sem við veitum

 • Forritun á stjórnkerfi (skjákerfi, iðntölvum, BMS, SCADA) fyrir afldreifikerfi
 • Dreifikerfi
 • Loftræstingar
 • Veitukerfi
 • Framleiðsluferli
 • Orkusparnaðarkerfi
 • Gas- og eldviðvörunarkerfi
 • Kæli- og frystikerfi
 • Hússtjórnar- og eftirlitskerfi.