Stjórnun og eftirlit

Verkefnastjórnun er mikilvægur þáttur í öllum framkvæmdum þar sem krafa um hagkvæmni og skilvirkni er höfð að leiðarljósi. Lota hefur í sinni þjónustu starfsmenn sem búa yfir áralangri og yfirgripsmikilli reynslu og þekkingu um allt sem viðkemur verkefnastjórnun.
Lota getur boðið verkefnastjóra fyrir öll verkefni, ekkert verk er
of stórt eða smátt, umfang verkefnastjórnunar er sniðin að þörfum hverju sinni. Verkefnastjórnun getur getir falið í sér að hafa yfirsýn yfir heildarframkvæmd, sem innifelur allt frá mannvirkjagerð og uppsetningu búnaðar niður í stjórnun einstakra verkþátta.

Byggingastjórnun er hluti af allri mannvirkjagerð. Hlutverk byggingastjóraer að gæta þess að unnið sé eftir gildandi mannvirkjalögum stöðlum og reglugerðum auk þess að fylgjast með að fagleg vinnubrögð séu viðhöfð
við framkvæmdir. Starfsmenn Lotu hafa áralanga og víðfeðma þekkingu
og reynslu af byggingastjórnun stærri sem smærri mannvirkja.

Framkvæmdaeftirlit hefur lengi verið stór partur af starfsemi Lotu. Innan raða Lotu eru starfsmenn sem hafa áralanga og mikla reynslu af framkvæmdaeftirliti. Framkvæmdaeftirlit tryggir að unnið sé eftir nýjustu gögnum á hverjum tíma og sér um skilvirk samskipti milli verkkaupa og verktaka á framkvæmdatíma. Með virku framkvæmdaeftirliti á verktíma er fylgst með að vinnubrögð á verkstað séu fagleg og í samræmi við fyrirliggjandi verkgögn, staðla og reglugerðir.

Stjórnun-og-eftirlit

Helstu verkþættir:

 • Kostnaðaráætlanir
 • Kostnaðargát
 • Framkvæmdaáætlanir
 • Þarfagreiningar
 • Samskiptaskrár
 • Skipulagning
 • Verkefnauppgjör
 • Rýni verkgagna
 • Samningar
 • Áhættumat
 • Verklýsingar
 • Útboðsgögn
 • Öryggismál

Dæmi um verkefni:

 • Norðurál, verkefnastjórn, Stækkun á kerlínu 2 um einn 65kA afriðil, Crowbar ásamt stækkun á 220kV tengivirki
 • Landsvirkjun, verkefna- og byggingastjórn, Búðarhálsvirkjun, skilgreining hönnunarforsenda
 • Landsvirkjun, Verkefna- og byggingastjórn, Kárahnjúkavirkjun, skilgreining hönnunarforsenda og undirbúningur
 • Landsvirkjun, framkvæmdaeftirlit, Kárahnjúkar, stöðvar- og hlaðhús
 • Landsnet, verkefnastjórn, nýtt 36kV tengivirki á Ásbrú Reykjanesbæ
 • Orkuveita Reykjavíkur, framkvæmdaeftirlit, rafbúnaður, fráveituframkvæmdir í Borgarbyggð, Borgarnesi, Akranesi og Kjalarnesi
 • HS Orka, framkvæmdaeftirlit, Reykjanesvirkjun, rafbúnaður jarðvarmavirkjunar
 • HS Orka, Svartsengi orkuver 6, framkvæmdaeftirlit, rafbúnaður jarðvarmavirkjunar
 • HS Veitur, Ásbrú, framkvæmdaeftirlit, ný 11kV afldreifing
 • Landsnet, framkvæmdaeftirlit, 400kV flutningslínur FL3 & 4 til Reyðarfjarðar
 • Byko, byggingastjórn og framkvæmdaeftirlit, vöruhótel
 • Landsnet, framkvæmdaeftirlit, tengivirki í Fljótsdal
 • Norðurál, verkefnastjórn, Staðlaðar tæknilýsingar
 • ISAVIA, flugumferðarstjórnun-neyðarrafstöð