Stjórnkerfi og iðntölvustýringar
Lota hefur í gegnum áratuga reynslu náð sérþekkingu á stjórnkerfum og iðntölvustýringum af ýmsum toga. Fyrir viðskiptavini okkar sjáum við þarfagreiningu, áætlunargerð, gerð útboðsgagna, forritun, prófanir og gangsetningu nýrra kerfa ásamt því að vera í bilanagreiningum og ráðgjöf og betrumbótum á eldri kerfum.
Við vinnum þvert á mörg fagsvið og þekkjum vel til margra kerfa eins og t.d. gas og eldvarnarkerfa, kæli og frystikerfa, veitukerfa og afldreifingarkerfa, loftræstingarkerfa og stoðkerfa í gagnaver og spítala til að nefna þau nokkur. Við vinnum margs konar stýribúnað eins og t.d. Wonderware, Siemens, Allen Bradley, Factory Talk, PlantPAx, Honeywell, Schneider, Kieback & Peter, Alerton, Eaton, Omron, GE og við vinnum með margs konar samskiptaleiðir eins og t.d. Modbus, TCP/IP, Canbus, Profibus og SmartWire.
Viðskiptavinir okkar eru af mörgum toga, úr orkugeiranum, gagnaver, framleiðslufyrirtæki, spítalar og í sjávarútvegi en allt eiga þeir sameiginlegt að kjósa fagleg og áreiðanleg vinnubrögð stjórnkerfissérfræðinga okkar.

Heyrðu í okkur

Karl Valur Guðmundsson
GSM: 615 3053
karl(hjá)lota.is

Steinþór Óli Hilmarsson
GSM: 895 0995
soh(hjá)lota.is