Stjórnkerfi og iðntölvustýringar

Lota hefur áratuga reynslu og sérþekkingu á stjórnkerfum og iðntölvustýringum af ýmsum toga. Fyrirtækið býður upp á heildarlausnir sem ná yfir allar helstu þarfir viðskiptavina sinna á þessu sviði. Þjónusta okkar felur í sér:

  • Þarfagreiningu: Greining á þörfum viðskiptavina fyrir ný stjórnkerfi.
  • Áætlunargerð: Gerð nákvæmrar áætlunar fyrir innleiðingu nýrra kerfa.
  • Gerð útboðsgagna: Undirbúningur og gerð gagna fyrir útboð.
  • Forritun: Forritun nýrra stjórnkerfa.
  • Prófanir og gangsetning: Prófanir á kerfum og gangsetning þeirra.
  • Bilanagreining: Greining á bilunum í kerfum og ráðgjöf um úrbætur.
  • Ráðgjöf og betrumbætur: Ráðgjöf og betrumbætur á eldri kerfum.

Fagsvið og kerfi

Við vinnum þvert á mörg fagsvið og þekkjum vel til margra kerfa, þar á meðal:

  • Gas- og eldvarnarkerfi
  • Kæli- og frystikerfi
  • Veitukerfi og afldreifingarkerfi
  • Loftræstingarkerfi
  • Stoðkerfi í gagnaverum og spítölum

Stýribúnaður

Við höfum reynslu af fjölbreyttum stýribúnaði, þar á meðal:

  • Wonderware
  • Siemens
  • Allen Bradley
  • Factory Talk
  • PlantPAx
  • Honeywell
  • Schneider
  • Kieback & Peter
  • Alerton
  • Eaton
  • Omron
  • GE

Samskiptaleiðir

Við vinnum með margs konar samskiptaleiðir, þar á meðal:

  • Modbus
  • TCP/IP
  • Canbus
  • Profibus
  • SmartWire

Viðskiptavinir

Viðskiptavinir okkar koma úr fjölbreyttum greinum, þar á meðal:

  • Orkugeiranum
  • Gagnaverum
  • Framleiðslufyrirtækjum
  • Spítölum
  • Sjávarútvegi

Allir eiga þeir sameiginlegt að kjósa fagleg og áreiðanleg vinnubrögð stjórnkerfissérfræðinga okkar.

Image

Heyrðu í okkur

Image
Karl Valur Guðmundsson
Raforkuverkfræðingur M.Sc. 
GSM: 615 3053 
karl(hjá)lota.is
Image
Steinþór Óli Hilmarsson
Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. / Verkefnastjórnun MPM. 
GSM: 895 0995 
soh(hjá)lota.is