Samgöngustefna Lotu

Lota leitast við að stuðla að bættri umhverfisvitund starfsfólks og stendur fyrir fræðslu starfsmanna um umhverfismál.

Stefna Lotu er að vinna að því að draga úr neikvæðum áhrifum samgangna á umhverfið með því að stuðla af því að starfsfólk noti vistvænan og hagkvæman ferðamáta. Slíkur ferðamáti leiðir til minni mengunar og lægri stofnkostnaðar í samgöngumannvirkjum og bílastæðum.

Lota vill leggja sitt af mörkum til að bæta umhverfi og heilsu starfsfólks með því að hvetja fólk til að nýta almenningssamgöngur, ganga eða hjóla til og frá vinnu.

Lota gerir samgöngusamning við þá starfsmenn sem nota vistvænan samgöngumáta. Þeir starfsmenn sem gera samgöngusamning við Lotu fá endurgreiddan útlagðan kostnað. Hámarksupphæð endurgreiðslu er ákveðin af stjórn Lotu og er kynnt starfsfólki.

Til að auðvelda starfsfólki að nýta sér vistvænan ferðamáta til og frá vinnu er fyrirtækisbifreið til staðar fyrir vinnutengdar ferðir.

Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að stefnunni sé framfylgt og henni viðhaldið.