Öryggissvið

Sérfræðingar á öryggissviði Lotu búa yfir mikilli þekkingu á sviði öryggishönnunar, eins og hönnun innbrota- , bruna- , myndavéla- , slökkvi- og aðgangsstýrikerfa. Sérfræðingar Lotu búa yfir mikilli reynslu er kemur að þarfagreiningu, úttektum, forvörnum og viðbrögðum er snerta þjófnaði og rýrnun, innbrot, vopnuð rán og ofbeldi á vinnustöðum svo eitthvað sé nefnt.

Á öryggissviði Lotu starfa lærðir og reynslumiklir brunahönnuðir sem komið hafa að fjölmörgum verkefnum og má þar nefna m.a. stærri og minni nýbyggingar, endurbætur og breytingar á öllum gerðum húsnæðis; brunahönnun nýrra hótela, samkomuhúsa, fjölbýlishúsa o.m.fl. Brunahönnuðir Lotu geta stýrt verkefnum í örugga höfn, leitt einstaka verkþætti og verið viðskiptavinum sínum til ráðgjafar um allt sem við kemur brunahönnun og almennum eldvörnum.

Starfsmenn Lotu hafa mismunandi bakgrunn og menntun en hafa það sameiginlegt að vera með sérfræðiþekkingu í flestum greinum öryggismála og vinnuverndar. Mikil áhersla er lögð á praktíska reynslu samhliða góðri menntun.

Öryggismál eru oft á borði þeirra sem hafa lítin bakgrunn á því sviði og er tími starfsmanna oft á tíðum betur varið í önnur verkefni. Aukin sérfræðiþekking sparar tíma, fjármuni og vinnustundir, lækkar kostnað, skerpir verkefnaeign og ábyrgð. Hún minnkar áhættu og leiðir til betri þjónustu við viðskiptavini ásamt því að bæta verklag og skipulag.

Sérfræðingar okkar framkvæma fjölda öryggisúttekta árlega s.s. á sviði brunavarna, afbrotavarna, vinnuverndar og almennra öryggismála. Fáðu óháða úttekt á raunverulegri stöðu öryggismála í þínum rekstri á einfaldan og skilvirkan hátt. Lota selur engan búnað og er ráðgjöf okkar algerlega hlutlaus.

Sviðstjóri öryggissviðs
Jakob Kristjánsson
jakob(hjá)lota.is

Sérfræðiþekking og ráðgjöf

Ráðgjafar okkar í vinnuvernd starfa m.a. sem verkefnastjórar og samræmingaraðilar vegna öryggismála t.d. við nýbyggingar, ráðgjafar við uppsetningu öryggisstjórnunarkerfa vegna vinnuverndar, innri – og ytri úttektaraðilar á ISO 45001 öryggisstjórnunarstaðlinum o.m.fl. Sumir starfsmanna okkar eru vottaðir af Vinnueftirlitinu sem sérfræðingar í vinnuvernd. Lota er viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Góð brunahönnun getur skipt sköpum ef eldur kemur upp.

Þarfagreining og rétt hönnun öryggislausna getur sparað stórar fjárhæðir.

Að samhæfa öryggi starfsmanna á stórum verkstað er lykilatriði.

Dæmi um verkefni:

 • Afbrotavarnir s.s. þjófnaðir, innbrot, rán og ofbeldi
 • Áhættumat starfa og áhættustjórnun
 • Brunahönnun og brunavarnir
 • Eigið eldvarnareftirlit
 • Heilsu, öryggis- og vinnuverndarmál
 • Hönnun sérhæfðra vatnsúða- og slökkvikerfa
 • Mótun öryggisstefnu og verkefnastýring
 • Námskeiðahald, fræðsla og þjálfun á sviði öryggismála
 • Rannsóknir atvika og skipulagður lærdómur
 • Ráðgjöf um hafnarvernd
 • Ráðgjöf um myndavélabúnað- og fjarvöktun
 • Ráðgjöf um vinnuvernd
 • Rekstrarráðgjöf m.a. vegna fjargæslu og úttekta öryggisbúnaðar
 • Rýrnunarstjórnun
 • Slysavarnir, greining og úrbætur
 • Umsjón og eftirlit með eldvörnum
 • Útboðsgögn og samningar öryggismála
 • Úttektir á virkni öryggisþátta, skuggaþjófnaðir, prófanir á aðgangangsstýringum
 • Viðbragðs- og rýmingaráætlanir
 • Þjálfun hópa t.d. öryggisnefnda
 • Þjálfun vaktmanna og öryggisvarða
 • Öryggisáætlanir
 • Öryggishandbækur
 • Öryggishönnun
 • Öryggiskerfi
 • Öryggisstjóri til leigu
 • Öryggisstjórnunarkerfi ISO 45001
 • Öryggisstjórnun á byggingatíma og eftirlit

Lykilorð í okkar ráðgjöf:

 • Aðgangsstýringar
 • Áhættumat starfa
 • Brunahönnun
 • Brunavarnir
 • Eldvarnir
 • Hafnarvernd
 • Innbrotavarnir
 • Mönnuð gæsla
 • Myndavélaeftirlitskerfi
 • Eigið eldvarnareftirlit
 • Rekstrarráðgjöf
 • Rýmingaráætlun
 • Slökkvikerfi
 • Vinnuvernd
 • Viðbragðsáætlun
 • Öryggisráðgjöf
 • Öryggishönnun
 • Öryggisnámskeið
 • Öryggishandbók