Öryggissvið

Öryggissvið Lotu hefur yfir að ráða afar reynslumiklum og breiðum hóp sérfræðinga á sviði brunahönnunar, öryggismála og vinnuverndar. Helstu verkþættir okkar eru almenn öryggismál og tækni, brunahönnun og brunavarnir, fræðslumál og námskeið, „öryggisstjóri til leigu“, vinnuvernd og umhverfismál.

Brunahönnuðir Lotu hafa komið að fjölmörgum verkefnum og búa yfir áratuga reynslu á sínu sviði. Verkefni þeirra eru m.a. stærri og minni nýbyggingar, endurbætur og breytingar á öllum gerðum húsnæðis; brunahönnun nýrra hótela, samkomuhúsa, fjölbýlishúsa o.m.fl. Brunahönnuðir Lotu geta stýrt verkefnum í örugga höfn, leitt einstaka verkþætti og verið viðskiptavinum sínum til ráðgjafar um allt sem við kemur brunahönnun og almennum eldvörnum.

Lota býr yfir mikilli reynslu á sviði öryggishönnunar eins og þarfagreiningu og hönnun á innbrotaviðvörunarkerfum, brunaviðvörunarkerfum, myndavélakerfum og aðgangsstýrikerfum. Sérfræðingar Lotu búa yfir áratugalangri reynslu af öllu sem viðkemur forvörnum og viðbrögðum er snerta þjófnaði og rýrnun, innbrot, vopnuð rán og ofbeldi á vinnustöðum. Lota selur engan búnað og er ráðgjöf okkar algerlega hlutlaus.

Ráðgjafar okkar í vinnuvernd starfa m.a. sem öryggisstjórar í hlutastarfi fyrir millistór fyrirtæki, samhæfingaraðilar vegna öryggismála t.d. við nýbyggingar, ráðgjafar við uppsetningu öryggisstjórnunarkerfa vegna vinnuverndar, innri – og ytri úttektaraðilar á OHSAS 18001 öryggisstjórnunarstaðlinum og eru vottaðir frá Vinnueftirlitinu sem sérfræðingar í vinnuvernd. Lota er viðurkenndur þjónustuaðili í vinnuvernd samkvæmt lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Sviðstjóri öryggissviðs
Jakob Kristjánsson
jakob(hjá)lota.is

Verkefnin okkar:

Ýmis öryggismál og hönnun öryggislausna fyrir Arion banka, Landsbanka Ísland, Íslandsbanka, Stjórnarráð og ráðuneyti, Alþingi, Reykjavíkurborg, ÁTVR, Eimskip, Landspítala háskólasjúkrahús, Hrafnistu og sjómannadagsráð, Orkuveitu Reykjavíkur, Paralogis, Ríkisútvarpið, Neyðarlínuna, Ríkislögreglustjóra, Hörpu tónlistarhús og fjölmörg önnur fyrirtæki og stofnanir.

 • Gerð viðbragðs- og rýmingaráætlana fyrir skóla, sjúkrahús og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir.
 • Fjölbreytt námskeiðahald og þjálfun á sviði öryggismála.
 • Ráðgjöf varðandi hafnavernd.
 • Brunahönnun og ráðgjöf fyrir fjölmarga arkitekta og húseigendur.
 • Endurskipulagning og þjálfun vaktmanna og öryggisvarða.
 • Námskeið og fræðsla um öryggismál fyrir stofnanir og fyrirtæki s.s. vegna rána, ógnandi hegðunar og þjófnaða.
 • Ráðgjöf á sviði vinnuverndar s.s. við byggingu súrefnisverksmiðju Ísaga í Vogum á Vatnsleysuströnd, byggingu flugskýlis á Keflavíkurflugvelli fyrir Icelandair group m.fl.
 • Ráðgjöf og fræðsla á sviði umhverfismála.
 • Ráðgjöf og varnir gagnvart hlerunum og upplýsingaleka.
ryggissvið2

Góð brunahönnun getur skipt sköpum ef eldur kemur upp.

Þarfagreining og rétt hönnun öryggislausna sparar stórar fjárhæðir.

Að samhæfa öryggi starfsmanna á stórum verkstað er lykilatriði.

Dæmi um verkefni:

 • Ýmis öryggismál og hönnun öryggsislausna fyrir Arion banka, Landsbanka Ísland, Íslandsbanka, Sparisjóði, Stjórnarráð og ráðuneyti, Alþingi, Reyrkjavíkurborg, ÁTVR, Eimskip, Landspítala háskólasjúkrahús, Hrafnistu og sjómannadagsráð, Orkuveitu Reykjavíkur, Paralogis, Ríkisútvarpið, Neyðarlínuna, Ríkislögreglustjóra, Hörpu tónlistarhús og fjölmörg önnur fyrirtæki og stofnanir.
 • Viðbragðs- og rýmingaráætlanir fyrir fjömarga aðila
 • Fjölbreytt námskeiðahald og þjálfun á sviði öryggismála
 • Ráðgjöf varðandi hafnavernd.
 • Ráðgjöf og varnir gagnvart hlerunum.
 • Brunahönnun og ráðgjöf fyrir fjölmarga arkitekta og húseigendur.
 • Endurskipulagning og þjálfun vaktmanna og öryggisvarða.
 • Gerð rýmingaráætlana fyrir alla grunnskóla í Reykjavík, sjúkrahús og fjölmörg fyrirtæki og stofnanir.
 • Námskeið og fræðsla um öryggismál fyrir stofnanir og fyrirtæki.
 • Ráðgjöf og fræðsla á sviði vinnuverndar.
 • Ráðgjöf og fræðsla á sviði umhverfismála.
 • Ráðgjöf og varnir gagnvart hlerunum og upplýsingaleka.

Þjónustur sem við veitum

 • Brunahönnun
 • Brunavarnir
 • Eldvarnir
 • Öryggisráðgjöf
 • Öryggishönnun
 • Öryggisnámskeið
 • Vinnuvernd
 • Eigið eldvarnareftirlit
 • Aðgangsstýringar
 • Viðbragðsáætlun
 • Rýmingaráætlun
 • Innbrotavarnir