Öryggis- heilsu- og umhverfisstefna Lotu

Öryggisstefna Lotu

 • Lota leggur til allan öryggisbúnað er starfsfólk þarfnast vegna vinnu sinnar.
 • Lota leitast við að miðla upplýsingum til starfsfólks um hættur er það kann að verða fyrir í starfi.
 • Lota aflar upplýsinga um og skráir óhöpp sem starfsfólk verður fyrir í starfi með það að sjónarmiði að fækka óhöppum.
 • Lota leggur áherslu á fræðslu starfsmanna um öryggismál og forvarnir.

Heilsustefna Lotu

 • Lota leggur áherslu á að vera fjölskylduvænt fyrirtæki með góðan starfsanda, jákvæð samskipti og gagnkvæma virðingu starfsmanna án tillits til kynferðis, uppruna eða trúar.
 • Lota leggur áherslu á heilbrigt vinnuumhverfi og góðan aðbúnað að teknu tilliti til vinnuverndar og ánægju í starfi.
 • Lota styrkir starfsfólk til heilsuræktar og hvetur það með góðum aðbúnaði og sveigjanleika í starfi.

Umhverfisstefna Lotu

 • Lota leggur áherslu á að veita lausnir sem stuðla að góðri nýtingu auðlinda, minni úrgangi og aukinni endurvinnslu.
 • Lota leitast við að benda viðskiptavinum á hagkvæmar og vistvænar lausnir.
 • Lota stefnir að því að draga úr umhverfisáhrifum fyrirtækisins með því að taka tillit til umhverfisþátta við val á aðföngum og draga úr sóun þeirra.
 • Lota leitast við að stuðla að bættri umhverfisvitund starfsfólks og stendur fyrir fræðslu starfsmanna um umhverfismál.