Orkusvið

Þjónusta Orkusviðs Lotu fellst í ráðgjöf á sviði orkuviðskipta, hönnunar, áætlanagerðar, viðhaldsáætlana, endurnýjunar og ýmiskonar stjórnunarráðgjafar fyrir stjórnendur orkufyrirtækja. Fyrirtækið hefur yfir að ráða góðum tækja- og hugbúnaðarkosti til að takast á við verkefni á þessum sviðum.

Orkusvið hefur farið ört vaxandi innan Lotu og starfsmenn okkar hafa áralanga reynslu af störfum m.a hjá Landsvirkjun, Landsneti, Rarik, Rafmagnsveitu Reykjavikur og víðar.

orkusvid-1

Sviðstjóri Orkusviðs
Eymundur Sigurðsson
eymundur(hjá)lota.is

Helstu verkþættir:

 • Hönnun; virkjanir, flutnings- og dreifimannvirki (11kV-220kV) ofl.
 • Orkuviðskipti
 • Kerfisathuganir, kerfisþróun
 • Áætlanagerð, arðsemismat valkosta
 • Viðhald og endurnýjun
 • Jarðskaut
 • Skammhlaupsaflsútreikningar, ljósbogar, varnir og valvísi
 • Greining bilana; strengir, múffur, rofar, spennar ofl.
 • Nýsköpun; vindmyllur, sæstrengir, rafskip ofl.
 • Umhverfismál

Dæmi um verkefni:

 • Búrfellsvirkjun 2, verkhönnun í samtarfi við Verkís.
 • Virkjanir á Þeistareykjum og Bjarnarflagi (NAL) útboðshönnun í samstarfi við Verkís og Mannvit.
 • Reykjanesvirkjun, hönnun og ýmiss viðahaldsþjónusta.
 • Svartsengi, hönnun og ýmiss viðahaldsþjónusta.
 • Kerfisathuganir vegna nýframkvæmda Landsnets – PSS/E
 • Rauðimelur – breytingar vegna SN2.
 • Fitjar – breytingar vegna orkuflutnings í Helguvík.
 • Landsnet, Landsvirkjun, Norðurál og Orka Náttúrunnar, ýmiskonar bilanagreiningar og viðhaldsmál.
 • Varnarbúnaður á 11 kV fyrir Rarik og HS Veitur.
 • Kerfisgreining á 11 kV kerfum HS Veitna – ETAP.
 • Ljósbogahætta, greining og öryggisuppbygging hjá Norðuráli – ETAP
 • Ljósbogahætta, greining og öryggisuppbygging á Nesjavöllum (ON) – ETAP
 • Hönnun jarðskauta fyrir tengivirki Landsnets og OR á Akranesi. – ETAP
 • Green Energy Group (GEG) Hönnun 33 kV færanlegra (40“ gámafleti) aðveitustöðva (8-20 MVA) fyrir litlar jarðvarmavirkjanir í Kenýa í samstarfi við GEG.
 • Green Energy Group (GEG) Heildarhönnun 220kV/11kV, 87,5 MVA aðveitustöðvar fyrir jarðvarmavirkjanir í Kenýa í samstarfi við GEG. Jarðvinna, undirstöður, jarðskaut, varnir, deilihönnun og ráðgjöf við framkvæmdir.
 • Kolefnisspor garðyrkjunnar á Íslandi.
 • Raforkukaup Kalkþörungavinnslunnar.
 • Gagnaver Advania á Fitjum/Pattersonsvelli – alhliða umsjón og ráðgjöf.
 • Almenn ráðgjöf varðandi orkumál og iðnaðaruppbyggingu/gagnaver á Blönduósi, Hornafirði og á höfuðborgarsvæðinu.
 • Heildarhönnun 33/11 kV (20 MVA) aðveitustöðvar HS Veitna á Pattersonsvelli, Vogshóli 1, Reykjanesbæ. Arkitekt, burðarþol, rafmagn, loftræsing og aðrar lagnir auk ráðgjafar við eftirlit og framkvæmd.
 • Staðlar tæknilýsingar fyrir Norðurál – verkefnastjórnun.
 • Nýr afriðlaspennir og crowbar fyrir Norðurál – verkefnastjórnun.
 • Endurnýjað líkan fyrir 66 kV flutningskerfi Landsnet – PSS/E
 • Mat á valkostum við sæstrengs-tengingu Vestmanneyja við 66 kV kerfi Landsnet í Rimakoti.
 • Landsvirkjun – Mat á valkostum og flutningskostnaði innanlands vegna sæstrengstengingar til Englands.
 • Mat á flutningsleiðum og kostnaði við Billiran á Filippseyjum fyrir Orka Energy.
 • Mat á raforkukerfi og tengingum í Dominica í Karabíska hafinu vegna hugsanlegra jarðvarmavirkjanna þar.
 • DC kerfi í vatnsaflsvirkjunum á Grænlandi – Ráðgjöf við Rafmiðlun.

Þjónustur sem við veitum

 • Raforkukerfi
 • Aflstrengir
 • Háspenna
 • Orkumál
 • Varaafl
 • Háspennulínur
 • Jarðvarmi
 • Aðveitustöð
 • Dreifistöð