Orkusvið

Þjónusta Orkusviðs Lotu fellst í ráðgjöf á sviði orkuviðskipta, hönnunar, áætlanagerðar, viðhaldsáætlana, endurnýjunar og ýmiskonar stjórnunarráðgjafar fyrir stjórnendur orkufyrirtækja. Fyrirtækið hefur yfir að ráða góðum tækja- og hugbúnaðarkosti til að takast á við verkefni á þessum sviðum.

Orkusvið hefur farið ört vaxandi innan Lotu og starfsmenn okkar hafa áralanga reynslu af störfum m.a hjá Landsvirkjun, Landsneti, Rarik, Rafmagnsveitu Reykjavikur og víðar.

Sviðstjóri Orkusviðs
Eymundur Sigurðsson
eymundur(hjá)lota.is

Helstu verkþættir:

 • Hönnun; virkjanir, flutnings- og dreifimannvirki (11kV-220kV) ofl.
 • Orkuviðskipti
 • Kerfisathuganir, kerfisþróun
 • Áætlanagerð, arðsemismat valkosta
 • Viðhald og endurnýjun
 • Jarðskaut
 • Skammhlaupsaflsútreikningar, ljósbogar, varnir og valvísi
 • Greining bilana; strengir, múffur, rofar, spennar ofl.
 • Nýsköpun; vindmyllur, sæstrengir, rafskip ofl.
 • Umhverfismál

Dæmi um verkefni:

 • Búrfellsvirkjun 2, verkhönnun í samtarfi við Verkís.
 • Virkjanir á Þeistareykjum og Bjarnarflagi (NAL) útboðshönnun í samstarfi við Verkís og Mannvit.
 • Reykjanesvirkjun, hönnun og ýmiss viðahaldsþjónusta.
 • Svartsengi, hönnun og ýmiss viðahaldsþjónusta.
 • Kerfisathuganir vegna nýframkvæmda Landsnets – PSS/E
 • Rauðimelur – breytingar vegna SN2.
 • Fitjar – breytingar vegna orkuflutnings í Helguvík.
 • Landsnet, Landsvirkjun, Norðurál og Orka Náttúrunnar, ýmiskonar bilanagreiningar og viðhaldsmál.
 • Varnarbúnaður á 11 kV fyrir Rarik og HS Veitur.
 • Kerfisgreining á 11 kV kerfum HS Veitna – ETAP.
 • Ljósbogahætta, greining og öryggisuppbygging hjá Norðuráli – ETAP
 • Ljósbogahætta, greining og öryggisuppbygging á Nesjavöllum (ON) – ETAP
 • Hönnun jarðskauta fyrir tengivirki Landsnets og OR á Akranesi. – ETAP
 • Green Energy Group (GEG) Hönnun 33 kV færanlegra (40“ gámafleti) aðveitustöðva (8-20 MVA) fyrir litlar jarðvarmavirkjanir í Kenýa í samstarfi við GEG.
 • Green Energy Group (GEG) Heildarhönnun 220kV/11kV, 87,5 MVA aðveitustöðvar fyrir jarðvarmavirkjanir í Kenýa í samstarfi við GEG. Jarðvinna, undirstöður, jarðskaut, varnir, deilihönnun og ráðgjöf við framkvæmdir.
 • Kolefnisspor garðyrkjunnar á Íslandi.
 • Raforkukaup Kalkþörungavinnslunnar.
 • Gagnaver Advania á Fitjum/Pattersonsvelli – alhliða umsjón og ráðgjöf.
 • Almenn ráðgjöf varðandi orkumál og iðnaðaruppbyggingu/gagnaver á Blönduósi, Hornafirði og á höfuðborgarsvæðinu.
 • Heildarhönnun 33/11 kV (20 MVA) aðveitustöðvar HS Veitna á Pattersonsvelli, Vogshóli 1, Reykjanesbæ. Arkitekt, burðarþol, rafmagn, loftræsing og aðrar lagnir auk ráðgjafar við eftirlit og framkvæmd.
 • Staðlar tæknilýsingar fyrir Norðurál – verkefnastjórnun.
 • Nýr afriðlaspennir og crowbar fyrir Norðurál – verkefnastjórnun.
 • Endurnýjað líkan fyrir 66 kV flutningskerfi Landsnet – PSS/E
 • Mat á valkostum við sæstrengs-tengingu Vestmanneyja við 66 kV kerfi Landsnet í Rimakoti.
 • Landsvirkjun – Mat á valkostum og flutningskostnaði innanlands vegna sæstrengstengingar til Englands.
 • Mat á flutningsleiðum og kostnaði við Billiran á Filippseyjum fyrir Orka Energy.
 • Mat á raforkukerfi og tengingum í Dominica í Karabíska hafinu vegna hugsanlegra jarðvarmavirkjanna þar.
 • DC kerfi í vatnsaflsvirkjunum á Grænlandi – Ráðgjöf við Rafmiðlun.

Þjónustur sem við veitum

 • Raforkukerfi
 • Aflstrengir
 • Háspenna
 • Orkumál
 • Varaafl
 • Háspennulínur
 • Jarðvarmi
 • Aðveitustöð
 • Dreifistöð