Mannvirkjasvið

Góður undirbúningur fyrir allar framkvæmdir, stórar og smáar, er mikilvægur til að ná settum markmiðum.

Mannvirkjasvið Lotu býður þjónustu sérfræðinga með áratuga reynslu og þekkingu á öllum sviðum ráðgjafar við mannvirkjagerð meðal annars burðarþols-, lagna-, raf- og lýsingahönnun auk áætlanagerðar og gerð útboðsgagna.

Mannvirkjasvið Lotu veitir ráðgjöf fyrir allar gerðir mannvirkja, allt frá sumarhúsum upp í stórar byggingar svo sem skóla, sjúkrahús, skrifstofur, verksmiðjur, gagnaver og orkuver.

Kristinn_Eiriksson_2

Sviðstjóri Mannvirkjasviðs
Kristinn Eiríksson
kristinne(hjá)lota.is

Helstu verkþættir:

 • Nýsköpun
 • Þarfagreining og frumhönnun
 • Burðarþolshönnun
 • Lagnahönnun, hiti, vatn og frárennsli
 • Raf- og lýsingahönnun
 • Hönnun öryggis-, myndavéla-, síma- og tölvukerfa
 • Lýsingarhönnun

Dæmi um verkefni:

 • Hús íslenskra fræða – Lýsingarhönnun og almenn Rafkerfahönnun.
 • Landspítali Háskólasjúkrahús – Rafkerfahönnun, viðhaldsverkefni, lýsingarhönnun og almenn raflagnahönnun.
 • Green Energy Group (GEG) Hönnun 33 kV færanlegra (40“ gámafleti) aðveitustöðva (8-20 MVA) fyrir litlar jarðvarmavirkjanir í Kenýa auk stálvirkja og undirstaðna í samstarfi við GEG.
 • Green Energy Group (GEG) Heildarhönnun 220kV/11kV, 87,5 MVA aðveitustöðvar fyrir jarðvarmavirkjanir í Kenýa í samstarfi við GEG. Jarðvinna, undirstöður, jarðskaut, varnir, deilihönnun og ráðgjöf við framkvæmdir.
 • Gagnaver Advania á Fitjum/Pattersonsvelli – alhliða hönnun, umsjón og ráðgjöf.
 • Heildarhönnun 33/11 kV (20 MVA) aðveitustöðvar HS Veitna á Pattersonsvelli, Vogshóli 1, Reykjanesbæ. Arkitekt, burðarþol, rafmagn, loftræsing og aðrar lagnir auk ráðgjafar við eftirlit og framkvæmd.
 • Framhaldsskólinn í Mosfellsbæ. Rafkerfahönnun.
 • Bergen Biogasanlegg Noregi. Lýsingarhönnun og almenn rafkerfahönnun.
 • Bygging 130 á Keflavíkurflugvelli. Hönnun stjórnkerfis, lagnakerfa og brunahönnun.
 • Hjúkrunarheimili Langatanga 2a Mosfellsbæ. Lýsingarhönnun og almenn rafkerfahönnun.
 • Falmouth Cruise Ship Terminal, Jamaica. Húsnæði fyrir verslanir, skrifstofur, íbúðir, tollaeftirlit ofl. Rafkerfahönnun, eftirlit og verkefnastjórnun.
 • Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa. Hönnun lýsingar og rafkerfa.
 • Kauptún Garðabæ, verslunarmiðstöð. Hönnun lýsingar og rafkerfa.
 • Álfheimar 74. Glæsibær viðbygging. Skrifstofur, læknastofur og skurðstofur. Hönnun lýsingar og rafkerfa.

Þjónustur sem við veitum

 • Húsbyggingar
 • Burðarvirki
 • Lagnir
 • Rafkerfi
 • Brunaviðvörunarkerfi
 • Lýsingahönnun
 • Framkvæmdir
 • Framkvæmdastjórnun
 • Byggingastjórnun
 • Verkefnastjórnun