Jafnréttisstefna Lotu

Það er stefna Lotu að fyllsta jafnræðis sé gætt milli allra starfsmanna, óháð kyni, uppruna, trú og aldri og að hver starfsmaður sé metinn á eigin forsendum. Með því móti ætlar félagið að stuðla að traustum og góðum starfsanda og jákvæðum viðhorfum starfsmanna bæði til góðs fyrir þá og starfsemi félagsins.

Við framkvæmd jafnréttisstefnunnar skal eftirfarandi haft að leiðarljósi:

  • Félagið kappkostar að stuðla að vellíðan allra starfsmanna og ná fram góðum starfsanda.
  • Koma skal fram við alla starfsmenn með virðingu.
  • Jafnræðis skal gætt við ráðningar og starfsþróun.
  • Jafnræðis skal gætt við skipun fólks í stjórnunar- og ábyrgðarstörf.
  • Greiða skal sömu laun fyrir sambærileg störf.
  • Gera skal starfsmönnum kleift að samræma vinnu og fjölskyldulíf t.d. með sveigjanlegum vinnutíma.
  • Hverskonar áreitni eða einelti verður ekki liðið.