Háspennuhönnun

Lota hefur komið að margskonar verkefnum innan háspennu í gegnum tíðina og hefur myndast hjá okkur víðtæk reynsla á þessu sviði. Hvort sem um ræðir rofa, línur eða stærri einingar munu sérfræðingar okkar veita þér faglega og trygga þjónustu ávallt með hagvæmni á bak við eyrað.   

Varaafl

Mikill áhugi er á meira orkuöryggi og/eða lægra verði sem hægt er að fá ef viðskiptavinir raforkukerfisins eru tilbúnir að taka á sig tímabundnar skerðingar vegna viðhalds eða bilana í flutnings- eða dreifikerfi.

Starfsfólk Lotu hefur mikla reynslu að verkefnum sem tengjast varaaflsstöðvum. Í tengslum við vinnu við Landspítala, gagnaver og fleira hefur Lota byggt upp mikla reynslu á búnaði, lögnum og gangsetningu  varaflsstöðva.

Lota hefur aðstoðað fjárfesta og stofnanir við val á búnaði, útfærslum og tengingum.  Stjórnbúnaður og sjálfvirkni eru mikilvægir þættir sem viðskiptavinir Lotu hafa beðið um og þekking er á innan Lotu. 

Lota hefur víða komið að hönnun, prófunum og endurbótum á DC-kerfum, m.a. fyrir verksmiðjur, virkjanir og aðveitu- og spennistöðvar.  Má nefna virkjanir á Grænlandi, Járnblendiverksmiðjuna, gagnaver ofl. Lota hefur einnig sinnt þjónustu við DC kerfi, ástandsskoðunum á eldri kerfum ásamt bilanagreiningu og mælingum á rafgeymum.  

Aðveitu og spennustöðvar

Lota hefur staðið að hönnun fjölda aðveitu- og spennustöðva síðustu áratugi, hvort sem um ræðir fullnaðarhönnun í samstarfi við arkitekt eða háspennukerfið eitt og sér. Hönnunin getur falið í sér allt frá kerfisgreiningu á uppsettu kerfi til fullnaðarhönnunar á uppfærðu kerfi ásamt stoðkerfum. Hönnun byggingar getur meðal annars innifalið burðarþol, loftræstingu, öryggiskerfi, jarðskautskerfi, lýsingu og lagnaleiðir. Auk þess gerð útboðsgagna, samskipti við yfirvöld, val á búnaði, áætlanir og fleira. Lota býður einnig upp að verkefnastjórnun á verkinu allt frá hugmyndavinnu að starfsræktri stöð. 

Að auki býður Lota upp á eftirlit, úttektir og prófanir á flest öllum kerfum á  framkvæmdartímanum.
Samskipti við birgja og framleiðendur er einnig stór þáttur í framkvæmdum við varaaflsstöðvar.Innan Lotu hefur skapast mikil reynsla í hönnun jarðkerfa síðustu áratugi þar sem markmiðið er að verja fólk og búnað fyrir mögulegri yfirspennu. Lagt er mikið kapp á að hanna lausnir sem eru hagkvæmar og þjóna tilgangi sínum í hverju tilfelli fyrir sig.

Spennar

Lota hefur aðstoðað viðskiptavini við innkaup á spennum og fyrirkomulag við uppsetningu. Innkaup á spennum sérstaklega stærri spennum kallar á sérhæfða þekkingu og reynslu.  Gerð útboðsgagna á alþjóðlegum útboðsmarkaði, samingagerð við framleiðendur og FAT prófanir og sértækar kælilausnir eru allt þættir sem mikil reynsla er á innan Lotu.  Skipulagning og framkvæmd uppsetningar (kranar) á stórum spennum getur verið umtalsvert verkefni sem Lota hefur jafnframt komið að.

Að auki býður Lota upp á eftirlit, úttektir og prófanir á  framkvæmdartímanum.  Stærð spenna sem nýlega hafa verið boðnir út 60 MVA, 132/66/33 kV.

Image

Heyrðu í okkur

Image
Bernharð Ólason
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. 
GSM: 693 2996 
bo(hjá)lota.is
Image
Eymundur Sigurðsson
Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Viðskiptastjóri
GSM: 892 8495 
eymundur(hjá)lota.is