Gæðastefna Lotu

Í október 2011 fékk Lota vottun á gæðakerfi sínu samkvæmt ISO 9001.

Gæðastjórnunarkerfið skal uppfylla kröfur ISO 9001 hverju sinni og vera í samræmi við lög og reglugerðir sem gilda um starfsemi fyrirtækisins.

Gæðastjórnunarkerfið skal endurskoðað reglulega með það fyrir augum að bæta stöðugt virkni þess.

Framkvæmd gæðastefnunnar er verkefni allra starfsmanna Lotu og skal háttað þannig að starfsmenn séu meðvitaðir um gæðamál fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri ber ábyrgð á að henni sé framfylgt.

Fyrirtækið leggur áherslu á að vera ráðgjafafyrirtæki á verkfræðisviði ásamt því að veita fjármála- og rekstrarráðgjöf.

Lögð er áhersla á að veita góða og sveigjanlega þjónustu þar sem unnið er eftir vel skilgreindum verkferlum með það að markmiði að tryggja hámarksárangur og hagkvæmni.

Fyrirtækið leggur áherslu á góða samvinnu við viðskiptavini og hefur það að markmiði að tryggja að væntingar viðskiptavina séu ávallt uppfylltar.

Fyrirtækið leggur metnað í að skapa góða vinnuaðstöðu og aðbúnað starfsmanna ásamt því að stuðla að símenntun starfsmanna til þess að auka gæði þjónustunnar og ánægju starfsmanna.