Gæðastefna Lotu

Í október 2011 fékk Lota vottun á gæðakerfi sínu samkvæmt ISO 9001.

Framúrskarandi þjónusta

Lota leggur áherslu á að greina sem best þarfir og væntingar hagsmunaaðila og viðskiptavina, með það að markmiði að þjónustan standist þau gæði sem óskað er eftir hverju sinni og uppfylli viðeigandi kröfur.

Framsækni

Lota leggur áherslu á að bæta stöðugt verkferla og þjónustu. Ánægja viðskiptavina er vöktuð og brugðist er við athugasemdum og frávikum, sem upp geta komið á þjónustu Lotu.

Fagþekking

Stjórnendur Lotu skipuleggja og fylgja eftir þjálfun starfsmanna til þess að uppfylla kröfur um fagleg og öguð vinnubrögð.